Ísak spáir ekkert í framtíðina núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson leikur sinn þriðja leik með U-21 árs landsliðinu í dag. vísir/vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira