Ísak spáir ekkert í framtíðina núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson leikur sinn þriðja leik með U-21 árs landsliðinu í dag. vísir/vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Sjá meira