Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:28 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi prófana. Niðurstöður sem birtar voru í fyrradag benda til þess að efnið veiti 90% vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01
Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58