Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið og stuðningur við ríkisstjórnina eykst

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins ef marka má nýja könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka sem birt var nú fyrir hádegið. Ef gengið yrði til kosninga nú fengi flokkurinn 25% fylgi, sem er rúmum þremur prósentum meira en í síðustu könnun MMR. Fylgi Samfylkingarinnar eykst einnig, eða um eitt og hálft prósent og flokkurinn fengi nú 16.7 prósent. Píratar bæta einnig við sig tæpu prósenti og mælast nú með 14,3%.

Miðflokkur, Framsókn og VG dala 

Fylgi Miðflokksins dalar hinsvegar um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mælist nú 9,1%. Framsókn dalar einnig örlítið, fengi 9.9% nú en mældist síðast 10.2% og VG dala einnig, mælast nú með 7.5% en voru síðast með 8.3%. Viðreisn dalar einnig örlítið og fengi 8.4% fylgi nú miðað við 9.7% í síðustu könnun og þá stendur Flokkur fólksins nánast í stað með 3.9%. Sósíalistaflokkur Íslands, sem ekki er með menn á þingi í dag, mælist síðan með 4% fylgi.

Fylgni á milli fylgis Sjálfstæðisflokks og Miðflokks

Í tilkynningu MMR segir að ákveðin fylgni sé á milli gengis Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í könnunum og að fylgi þessara tveggja flokka sveiflist í gagnstæða átt. Það bendi til þess að nokkur barátta standi milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist síðan 51,7% og jókst hann um rúmt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 50,3%.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×