Vangaveltur um að „síðasti dansinn“ hjá Ronaldo og Messi gæti orðið í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 12:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi börðust á Spáni í níu tímabil með Real Madrid og Barcelona. Getty/ Victor Carretero Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira