Man. United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 09:01 Cristiano Ronaldo fagnar marki á síðasta tímabili sínu með Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Stuðningsmenn Manchester United sáu táninginn Cristiano Ronaldo verða að einum besta fótboltamanni heims í búningi United og hafa síðan að hann fór til Real Madrid, eflaust látið sig dreyma um það að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Nú eru sagðar auknar líkur á því það gæti orðið að veruleika ef Juventus reynir að selja Portúgalann næsta sumar. Það kom flestum á óvart þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 en Juventus þurftu reyndar að borga hundrað milljónir fyrir hann og bjóða honum ofurlaun. Ronaldo is considering a return to Old Trafford IT IS ON UNITED FANS https://t.co/M6X4yJ6NQd— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 11, 2020 Ronaldo var nýbúinn að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn þegar hann yfirgaf Real Madrid en hefur ekki náð að komast langt með Juventus í Meistaradeildinni síðan þá. Ronaldo hefur engu að síður orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari og þá hefur hann skorað 71 mark í 94 leikjum fyrir félagið. Spænska blaðið Sport sagði frá því um helgina að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo eftir 2020-21 tímabilið og auk þess að losna við að borga þessi ofurlaun hans þá mun ítalska félagið reyna að fá eitthvað til baka af því sem það greiddi fyrir Portúgalann sumarið 2018. Cristiano Ronaldo hefur verið mikið orðaður við franska félagið Paris Saint Germain og Manchetser City var jafnvel komið inn í myndina ef Lionel Messi yrði áfram hjá Barcelona. ULTIMO MOMENTO: nuestras fuentes en Manchester y en Oporto nos confirman que Manchester United tentó a Cristiano Ronaldo con un regreso al club para la próxima temporada. El portugués lo analiza. Juventus lo negociaria si él lo pide. pic.twitter.com/NDTVkAYCcF— Christian Martin (@askomartin) November 10, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Christian Martin sagði aftur á móti 390 þúsund fylgjendum sínum á Twitter að hans heimildir frá bæði Manchester og Porto hermi að Manchester United sé að biðla til Cristiano Ronaldo um að hann snúi aftur til Manchester United. Það fylgir sögunni að Juventus sé tilbúið að fara í samningaviðræður ef leikmaðurinn sjálfur biður um það. Cristiano Ronaldo er nú 35 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 eða á aldrinum 18 til 24 ára. Hann varð þrisvar enskur meistari með liðinu. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum mðe Manchester United þar af 42 mörk í 49 leikjum tímabilið 2007-08 þegar liðið vann bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. Cristiano Ronaldo reportedly has an offer on the table from Manchester United and is strongly considering it. Juventus are happy to accept if he requests! https://t.co/fMaxgydPmR— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United sáu táninginn Cristiano Ronaldo verða að einum besta fótboltamanni heims í búningi United og hafa síðan að hann fór til Real Madrid, eflaust látið sig dreyma um það að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Nú eru sagðar auknar líkur á því það gæti orðið að veruleika ef Juventus reynir að selja Portúgalann næsta sumar. Það kom flestum á óvart þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 en Juventus þurftu reyndar að borga hundrað milljónir fyrir hann og bjóða honum ofurlaun. Ronaldo is considering a return to Old Trafford IT IS ON UNITED FANS https://t.co/M6X4yJ6NQd— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 11, 2020 Ronaldo var nýbúinn að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn þegar hann yfirgaf Real Madrid en hefur ekki náð að komast langt með Juventus í Meistaradeildinni síðan þá. Ronaldo hefur engu að síður orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari og þá hefur hann skorað 71 mark í 94 leikjum fyrir félagið. Spænska blaðið Sport sagði frá því um helgina að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo eftir 2020-21 tímabilið og auk þess að losna við að borga þessi ofurlaun hans þá mun ítalska félagið reyna að fá eitthvað til baka af því sem það greiddi fyrir Portúgalann sumarið 2018. Cristiano Ronaldo hefur verið mikið orðaður við franska félagið Paris Saint Germain og Manchetser City var jafnvel komið inn í myndina ef Lionel Messi yrði áfram hjá Barcelona. ULTIMO MOMENTO: nuestras fuentes en Manchester y en Oporto nos confirman que Manchester United tentó a Cristiano Ronaldo con un regreso al club para la próxima temporada. El portugués lo analiza. Juventus lo negociaria si él lo pide. pic.twitter.com/NDTVkAYCcF— Christian Martin (@askomartin) November 10, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Christian Martin sagði aftur á móti 390 þúsund fylgjendum sínum á Twitter að hans heimildir frá bæði Manchester og Porto hermi að Manchester United sé að biðla til Cristiano Ronaldo um að hann snúi aftur til Manchester United. Það fylgir sögunni að Juventus sé tilbúið að fara í samningaviðræður ef leikmaðurinn sjálfur biður um það. Cristiano Ronaldo er nú 35 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 eða á aldrinum 18 til 24 ára. Hann varð þrisvar enskur meistari með liðinu. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum mðe Manchester United þar af 42 mörk í 49 leikjum tímabilið 2007-08 þegar liðið vann bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. Cristiano Ronaldo reportedly has an offer on the table from Manchester United and is strongly considering it. Juventus are happy to accept if he requests! https://t.co/fMaxgydPmR— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020
Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira