Erlent

Britney Spears varð ekki að ósk sinni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Aðdáendur Britney Spears hafa komið saman fyrir utan dómshúsið í Los Angeles til að lýsa yfir stuðningi við stjörnuna í baráttu hennar við föður sinn. 
Aðdáendur Britney Spears hafa komið saman fyrir utan dómshúsið í Los Angeles til að lýsa yfir stuðningi við stjörnuna í baráttu hennar við föður sinn.  Matt Winkelmeyer/Getty Images

Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar.

Britney, sem var ein vinsælasta söngkona heims um tíma, hefur ekki haft stjórn á eignum sínum eða fjármálum frá árinu 2008 þegar faðir hennar og lögmaður voru settir fjárhaldsmenn yfir henni. Slíkt er yfirleitt aðeins gert við fólk sem ekki getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir, til að mynda þá sem glíma við elliglöp eða alvarlega geðsjúkdóma.

Britney glímdi við geðræn vandamál um tíma, en síðustu ár virðist hún hafa náð sér á strik og hefur meðal annars gefið út þrjár hljómplötur, haldið tónleikaraðir í Las Vegas og verið dómari í sjónvarpsþættinum X Factor.

Britney og faðir hennar hafa ekki talast við í lengri tíma og sögðu lögmenn hennar fyrir rétti að hún væri hrædd við hann. Dómari taldi þó ekki tilefni til að fjarlægja hann sem fjárhaldsmann, en gerði þó fjársýslufyrirtækið Bessemer að með-fjárhaldsmanni, að kröfu lögfræðinga Britney.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×