Erlent

Fyrr­verandi for­seti Malí er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Amadou Toumani Toure gegndi embætti forseta á árunum 2002 til 2012.
Amadou Toumani Toure gegndi embætti forseta á árunum 2002 til 2012. Getty

Amadou Toumani Toure, fyrrverandi forseti Afríkuríkisins Malí, er látinn, 72 ára að aldri.

Hershöfðinginn fyrrverandi gegndi embætti forseta á árunum 2002 til 2012, en honum var bolað úr embætti eftir valdarán hersins.

DW segir frá því að Toure hafi í valdatíð sinni vakið athygli fyrir að hafa unnið að lýðræðisumbótum í landinu.

Talsmaður fjölskyldu Toure segir forsetann fyrrverandi hafa andast á sjúkrahúsi í Tyrklandi.

Toure komst fyrst til valda árið 1991 þegar hann leiddi sjálfur valdarán hersins gegn einræðisherranum Moussa Traore, sem lést í september síðastliðinn. Toure leiddi þá bráðabirgðastjórn í um eitt ár, eða þar til að Alpha Oumar Konaré tók við embætti forseta eftir kosningar.

Toure bauð sig svo sjálfur fram í til forseta í kosningum 2002 og var þá kjörinn, en líkt og áður sagði gegndi hann embættinu fram til ársins 2012 þegar herinn tók völdin í landinu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.