Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 19:17 Mark Esper (t.v.) gegndi embætti varnarmálaráðherra í tæpt eitt og hálft ár. Win McNamee/Getty Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller, yfirmaður andhryðjuverkastofnunar Bandaríkjanna, væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. I am pleased to announce that Christopher C. Miller, the highly respected Director of the National Counterterrorism Center (unanimously confirmed by the Senate), will be Acting Secretary of Defense, effective immediately..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 ...Chris will do a GREAT job! Mark Esper has been terminated. I would like to thank him for his service.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 Esper var starfandi varnarmálaráðherra í einn mánuð, sumarið 2019, áður en hann tók varanlega við embætti í júlí 2019. Á síðustu vikum hefur reynt verulega á samband hans við forsetann. Ástæðan er að Esper setti sig á móti því að bandaríska hernum yrði beitt til þess að lægja mótmælaöldur sem risu í mörgum borgum Bandaríkjanna eftir að George Floyd var drepinn í haldi lögreglu í maí síðastliðnum. Í síðustu viku greindi NBC-fréttastofan frá því að Esper hefði þegar ritað uppsagnarbréf. Hann hafi því mögulega vitað í hvað stefndi. Eins og áður sagði greindi Trump einnig frá því að Christopher C. Miller tæki við embættinu, í það minnsta tímabundið. Í tísti sínu benti forsetinn á að Miller hefði þegar verið samþykktur af þinginu í þá stöðu sem hann gegndi áður en hann tók við embætti varnarmálaráðherra. Óttast að Trump ráðist í hernaðaraðgerðir Í frétt New York Times segir að þrátt fyrir að Trump eigi aðeins rúma tvo mánuði eftir í embætti geti sviptingar innan varnarmálaráðuneytisins verið þýðingarmiklar. Þannig hafi embættismenn innan ráðuneytisins óopinberlega lýst áhyggjum sínum af því að Trump myndi ráðast í hernaðaraðgerðir, leynilegar eða ekki, gegn Íran eða öðrum ríkjum sem forsetinn telur óvinveitt Bandaríkjunum, á síðustu dögum hans í forsetastól. Þá segir í frétt NYT að þeir sem standi Miller næst telji hann ekki vera í slíkum metorðum innan bandaríska stjórnkerfisins að hann geti sett sig upp á móti þeim ákvörðunum sem forsetinn kynni að taka um hernaðarmál. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller, yfirmaður andhryðjuverkastofnunar Bandaríkjanna, væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. I am pleased to announce that Christopher C. Miller, the highly respected Director of the National Counterterrorism Center (unanimously confirmed by the Senate), will be Acting Secretary of Defense, effective immediately..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 ...Chris will do a GREAT job! Mark Esper has been terminated. I would like to thank him for his service.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 Esper var starfandi varnarmálaráðherra í einn mánuð, sumarið 2019, áður en hann tók varanlega við embætti í júlí 2019. Á síðustu vikum hefur reynt verulega á samband hans við forsetann. Ástæðan er að Esper setti sig á móti því að bandaríska hernum yrði beitt til þess að lægja mótmælaöldur sem risu í mörgum borgum Bandaríkjanna eftir að George Floyd var drepinn í haldi lögreglu í maí síðastliðnum. Í síðustu viku greindi NBC-fréttastofan frá því að Esper hefði þegar ritað uppsagnarbréf. Hann hafi því mögulega vitað í hvað stefndi. Eins og áður sagði greindi Trump einnig frá því að Christopher C. Miller tæki við embættinu, í það minnsta tímabundið. Í tísti sínu benti forsetinn á að Miller hefði þegar verið samþykktur af þinginu í þá stöðu sem hann gegndi áður en hann tók við embætti varnarmálaráðherra. Óttast að Trump ráðist í hernaðaraðgerðir Í frétt New York Times segir að þrátt fyrir að Trump eigi aðeins rúma tvo mánuði eftir í embætti geti sviptingar innan varnarmálaráðuneytisins verið þýðingarmiklar. Þannig hafi embættismenn innan ráðuneytisins óopinberlega lýst áhyggjum sínum af því að Trump myndi ráðast í hernaðaraðgerðir, leynilegar eða ekki, gegn Íran eða öðrum ríkjum sem forsetinn telur óvinveitt Bandaríkjunum, á síðustu dögum hans í forsetastól. Þá segir í frétt NYT að þeir sem standi Miller næst telji hann ekki vera í slíkum metorðum innan bandaríska stjórnkerfisins að hann geti sett sig upp á móti þeim ákvörðunum sem forsetinn kynni að taka um hernaðarmál.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira