Innlent

Standi allir vaktina ættum við að sjá fram á góða aðventu og jól

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur telur Íslendinga geta haldið aðventuna og jól hátíðlega standi þeir áfram vaktina.
Þórólfur telur Íslendinga geta haldið aðventuna og jól hátíðlega standi þeir áfram vaktina. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila í vikunni tillögum til heilbrigðisráðherra um aðgerðir sem taka gildi 18. nóvember. 

Reikna má með einhvers konar slökunum á þeim hertu aðgerðum sem standa til 17. nóvember. Þó boðar Þórólfur að farið verði hægt í tilslakanir. Það sé hans tillaga hið minnsta.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag. Tíu manna samkomubann á landinu gildir til og með 17. nóvember næstkomandi. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar eru lokaaðar, aðeins matvöruverslanir hafa heimild til fleiri en tíu gesta auk þess sem áhrif á skólana eru mikil.

Þar sagði hann ekki tímabært að fara nánar út í tillögur sínar á þessu stigi. Hann skoraði á landsmenn alla að fara eftir leiðbeiningum og reglum áfram svo hægt sé að viðhalda þeim árangri sem við séum að sjá í tölum yfir smitaða þessa dagana. 

„Þá ættum við að geta séð fram á góða aðventu og jól.“

Sextán greindust með veiruna í gær og voru 88% í sóttkví. Um er að ræða hæsta hlutfall síðan tilfellum fór að fjölga verulega í september.


Tengdar fréttir

Fimm andlát um helgina og það sjötta yfirvofandi

Fimm sjúklingar létust á Landspítalanum um helgina vegna Covid-19, líkt og greint hefur verið frá, en það sjötta er yfirvofandi að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×