Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi Traustason og Anders Christiansen, fyrirliði Malmo FF. Getty/Lars Dareberg Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví innan við sólarhring áður en hann átti að koma til móts við íslenska landsliðið. Malmö FF liðið tryggði sér í gær sænska meistaratitilinn eftir 4-0 sigur á Sirius en titilinn er í húsi þrátt fyrir að þrjár umferðir séu óspilaðar. Malmö FF segir frá því á heimasíðu sinni að fyrirliði liðsins, Anders Christiansen, sé kominn með kórónuveiruna og öllum hátíðarhöldum liðsins hafi af þeim sökum verið frestað. Anders Christiansen testade positivt efter matchen mot Siriushttps://t.co/gSi6cLm1gq pic.twitter.com/WTnVTkX2gP— SportExpressen (@SportExpressen) November 8, 2020 Anders Christiansen spilaði allan leikinn í gær og fagnaði líka sigri með félögum sínum í leikslok. Hann fór einnig í fullt af viðtölum eftir leikinn. Malmö FF greinir frá því á heimasíðu að Christiansen hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum fyrir leik en eftir viðtölin þá fór Anders Christiansen aftur á móti að finna fyrir slappleika. Hann fór ekki með félögum sínum í liðsrútunni heldur hélt kyrru fyrir með læknum liðsins. „Anders fann ekki fyrir neinu fyrir leikinn. Hann lagði sig fram inn á vellinum, fagnaði eftir leikinn og kláraði sín viðtöl. Þegar adrenalínið hætti að flæða þá var hann orðinn slappur og kominn með magaverk. Þegar aðrir leikmenn fóru í burtu með liðsrútunni, þá var Anders eftir með liðslækni okkar. Hann tók skyndipróf og það var jákvætt,“ sagði Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö FF í samtali við heimasíðu félagsins. Anders Christiansen har testats positiv för covid-19. Efter firande och intervjuer kände lagkaptenen av symptom varpå han tog ett snabbtest som visade positivt resultat i provsvaret.— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Malmö FF frestaði strax hátíðarkvöldverði sem átti að vera í tilefni meistaratitilsins. Þessi greining eins leikmanns Malmö FF sem hafði stuttu áður fagnað með félögum sínum þýðir líka að öllum viðburðum og æfingum Malmö FF er frestað í viku. Leikmenn liðsins þurfa líka að fara í sóttkví samkvæmt reglum sænska heilbrigðisembættisins og Sóttvarnarstofnuninni á Skjáni. Arnór Ingvi Traustason er einn af leikmönnum Malmö sem er kominn í sóttkví en hann átti að hitta landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag. Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest á fimmtudaginn. Godmorgon alla mästare! pic.twitter.com/3CH2e76wJF— Malmö FF (@Malmo_FF) November 9, 2020 Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví innan við sólarhring áður en hann átti að koma til móts við íslenska landsliðið. Malmö FF liðið tryggði sér í gær sænska meistaratitilinn eftir 4-0 sigur á Sirius en titilinn er í húsi þrátt fyrir að þrjár umferðir séu óspilaðar. Malmö FF segir frá því á heimasíðu sinni að fyrirliði liðsins, Anders Christiansen, sé kominn með kórónuveiruna og öllum hátíðarhöldum liðsins hafi af þeim sökum verið frestað. Anders Christiansen testade positivt efter matchen mot Siriushttps://t.co/gSi6cLm1gq pic.twitter.com/WTnVTkX2gP— SportExpressen (@SportExpressen) November 8, 2020 Anders Christiansen spilaði allan leikinn í gær og fagnaði líka sigri með félögum sínum í leikslok. Hann fór einnig í fullt af viðtölum eftir leikinn. Malmö FF greinir frá því á heimasíðu að Christiansen hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum fyrir leik en eftir viðtölin þá fór Anders Christiansen aftur á móti að finna fyrir slappleika. Hann fór ekki með félögum sínum í liðsrútunni heldur hélt kyrru fyrir með læknum liðsins. „Anders fann ekki fyrir neinu fyrir leikinn. Hann lagði sig fram inn á vellinum, fagnaði eftir leikinn og kláraði sín viðtöl. Þegar adrenalínið hætti að flæða þá var hann orðinn slappur og kominn með magaverk. Þegar aðrir leikmenn fóru í burtu með liðsrútunni, þá var Anders eftir með liðslækni okkar. Hann tók skyndipróf og það var jákvætt,“ sagði Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö FF í samtali við heimasíðu félagsins. Anders Christiansen har testats positiv för covid-19. Efter firande och intervjuer kände lagkaptenen av symptom varpå han tog ett snabbtest som visade positivt resultat i provsvaret.— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Malmö FF frestaði strax hátíðarkvöldverði sem átti að vera í tilefni meistaratitilsins. Þessi greining eins leikmanns Malmö FF sem hafði stuttu áður fagnað með félögum sínum þýðir líka að öllum viðburðum og æfingum Malmö FF er frestað í viku. Leikmenn liðsins þurfa líka að fara í sóttkví samkvæmt reglum sænska heilbrigðisembættisins og Sóttvarnarstofnuninni á Skjáni. Arnór Ingvi Traustason er einn af leikmönnum Malmö sem er kominn í sóttkví en hann átti að hitta landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag. Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest á fimmtudaginn. Godmorgon alla mästare! pic.twitter.com/3CH2e76wJF— Malmö FF (@Malmo_FF) November 9, 2020 Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira