Erlent

Tengda­sonur Erdogan segir af sér sem fjár­mála­ráð­herra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Berat Albayrak fjármálaráðherra Tyrklands hefur sagt af sér.
Berat Albayrak fjármálaráðherra Tyrklands hefur sagt af sér. Vísir/EPA

Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum.

Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna.

Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks.

„Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra.

Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó.


Tengdar fréttir

Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi

Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um.

Segir Tyrki halda þjóðar­morðinu á­fram

Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×