Starfsmaður kosninganna í felum eftir að hafa krumpað saman blað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 14:05 Vinnsla kjörseðla í Fulton-sýslu í Georgíu. Hvorugur starfsmannanna á myndinni er sá sem fjallað er um í fréttinni. Jessica McGowan/Getty Starfsmaður sem kom að vinnslu kjörseðla í Atlanta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er nú í felum. Starfsmaðurinn hefur fengið fjölda hótana í kjölfar þess að myndband náðist af honum krumpa saman blað og henda því. Myndbandið varð kveikjan að ásökunum um að starfsmaðurinn ætti þátt í kosningasvikum. Richard Barron, sem hefur yfirumsjón með skráningu og kosningastarfsemi í Fulton-sýslu í Georgíu, þar sem stór hluti Atlanta er, segir yfirvöld í sýslunni hafa skoðað myndbandið. Í ljós hafi komið að blaðið sem starfsmaðurinn henti hafi ekki verið kjörseðill, heldur blað sem fylgdi kjörseðlinum og innihélt leiðbeiningar um hvernig kjósendur ættu að bera sig að þegar kjörseðillinn er fylltur út. Samkvæmt CNN sýnir myndbandið starfsmanninn, sem staðsettur er á stöð þar sem umslög utan um póstatkvæði eru skorin. Starfsmaðurinn sést taka blaðið, krumpa það saman og henda því í ruslið. „Starfsmaðurinn gat á engum tímapunkti nálgast sjálfan kjörseðilinn. Ég hef stjórnað svona vél sjálfur,“ sagði Barron. „Það eina sem maður gerir á þessari stöð er að aðskilja umslögin og skera þau. Kjörseðlarnir eru sóttir á næsta stigi ferlisins og það gera aðeins þeir starfsmenn sem hafa fengið það verkefni að telja kjörseðlana.“ Upplýsingar um starfsmanninn farið víða um vefinn Barron segist hafa haft samband við starfsmanninn sem um ræðir, eftir að hafa horft á myndbandið. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að hann hafi yfirgefið heimili sitt og dveljist nú hjá vini sínum. Hann þori þá ekki að keyra sinn eigin bíl, þar sem upplýsingum um bílinn og númeraplötur hans hafi verið dreift á netinu. „Hann er í felum því hann er búinn að fá hótanir. Hann er búinn að slökkva á öllum samfélagsmiðlareikningum sínum og öllum persónuupplýsingum um hann hefur verið dreift. Persónulega þykir mér þetta til skammar,“ hefur CNN eftir Barron. Barron sagði þá að engar hótanir hefðu borist á skrifstofu hans og viðræður um að útvega starfsmanninum öryggisgæslu væru yfirstandandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Starfsmaður sem kom að vinnslu kjörseðla í Atlanta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er nú í felum. Starfsmaðurinn hefur fengið fjölda hótana í kjölfar þess að myndband náðist af honum krumpa saman blað og henda því. Myndbandið varð kveikjan að ásökunum um að starfsmaðurinn ætti þátt í kosningasvikum. Richard Barron, sem hefur yfirumsjón með skráningu og kosningastarfsemi í Fulton-sýslu í Georgíu, þar sem stór hluti Atlanta er, segir yfirvöld í sýslunni hafa skoðað myndbandið. Í ljós hafi komið að blaðið sem starfsmaðurinn henti hafi ekki verið kjörseðill, heldur blað sem fylgdi kjörseðlinum og innihélt leiðbeiningar um hvernig kjósendur ættu að bera sig að þegar kjörseðillinn er fylltur út. Samkvæmt CNN sýnir myndbandið starfsmanninn, sem staðsettur er á stöð þar sem umslög utan um póstatkvæði eru skorin. Starfsmaðurinn sést taka blaðið, krumpa það saman og henda því í ruslið. „Starfsmaðurinn gat á engum tímapunkti nálgast sjálfan kjörseðilinn. Ég hef stjórnað svona vél sjálfur,“ sagði Barron. „Það eina sem maður gerir á þessari stöð er að aðskilja umslögin og skera þau. Kjörseðlarnir eru sóttir á næsta stigi ferlisins og það gera aðeins þeir starfsmenn sem hafa fengið það verkefni að telja kjörseðlana.“ Upplýsingar um starfsmanninn farið víða um vefinn Barron segist hafa haft samband við starfsmanninn sem um ræðir, eftir að hafa horft á myndbandið. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að hann hafi yfirgefið heimili sitt og dveljist nú hjá vini sínum. Hann þori þá ekki að keyra sinn eigin bíl, þar sem upplýsingum um bílinn og númeraplötur hans hafi verið dreift á netinu. „Hann er í felum því hann er búinn að fá hótanir. Hann er búinn að slökkva á öllum samfélagsmiðlareikningum sínum og öllum persónuupplýsingum um hann hefur verið dreift. Persónulega þykir mér þetta til skammar,“ hefur CNN eftir Barron. Barron sagði þá að engar hótanir hefðu borist á skrifstofu hans og viðræður um að útvega starfsmanninum öryggisgæslu væru yfirstandandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira