Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 20:36 Flest fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda hafa verið fyrirtæki í ferðaþjónustu eða öðrum tengdum greinum. Vísir/Vilhelm Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. Tæpir 20 milljarðar hafa einnig farið í frestun skattgreiðslna, 20 milljarðar í frestun aðflutningsgjalda og 6.6 milljarðar hafa verið lánaðir með ríkisábyrgð að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fyrir árslok munu heimilin auk þess hafa fengið fyrirframgreiddan séreignarsparnað upp á 21 milljarð króna. Fram kemur að þessar aðgerðir eigi þátt í því að ríkissjóður verður rekinn með 260 til 270 milljarða króna halla árin 2020 og 2021 í stað þess að vera nærri í jafnvægi líkt og stefnt var að fyrir faraldurinn. Það sé þó að mestu vegna sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og atvinnuleysisbóta við minni efnahagsumsvifum. Þá hafa útgjöld verið aukin vegna faraldursins ekki síst á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála segir í tilkynningunni. Auk þess hafi verið ráðist í viðamikið fjárfestingarátak. Úrræði hafi einnig tekið breytingum eftir því sem faraldurinn hefur dregist á langinn og sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar, sum úrræði hafi verið framlengd og ný kynnt til sögunnar. Fram kemur í tilkynningunni að úrræði stjórnvalda hafi verið nýtt af um þrjú þúsund fyrirtækjum og hafi um 65% fjárhæðarinnar farið til fyrirtækja í ferðaþjónustu eða skyldum greinum. Í öllum stærstu úrræðunum að lokunarstyrkjum frátöldum hafi ferðaþjónustan verið fyrirferðarmest. Í lokunarstyrkjunum hafi mest verið greitt til fyrirtækja í ýmissi persónulegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Alþingi samþykkti einnig í gær frumvarp um tekjufallsstyrki og framlengingu lokunarstyrkja. Þá var greint frá því í síðustu viku að fyrirhugaðir viðspyrnustyrkir séu nú í mótun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23 „Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. Tæpir 20 milljarðar hafa einnig farið í frestun skattgreiðslna, 20 milljarðar í frestun aðflutningsgjalda og 6.6 milljarðar hafa verið lánaðir með ríkisábyrgð að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fyrir árslok munu heimilin auk þess hafa fengið fyrirframgreiddan séreignarsparnað upp á 21 milljarð króna. Fram kemur að þessar aðgerðir eigi þátt í því að ríkissjóður verður rekinn með 260 til 270 milljarða króna halla árin 2020 og 2021 í stað þess að vera nærri í jafnvægi líkt og stefnt var að fyrir faraldurinn. Það sé þó að mestu vegna sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og atvinnuleysisbóta við minni efnahagsumsvifum. Þá hafa útgjöld verið aukin vegna faraldursins ekki síst á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála segir í tilkynningunni. Auk þess hafi verið ráðist í viðamikið fjárfestingarátak. Úrræði hafi einnig tekið breytingum eftir því sem faraldurinn hefur dregist á langinn og sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar, sum úrræði hafi verið framlengd og ný kynnt til sögunnar. Fram kemur í tilkynningunni að úrræði stjórnvalda hafi verið nýtt af um þrjú þúsund fyrirtækjum og hafi um 65% fjárhæðarinnar farið til fyrirtækja í ferðaþjónustu eða skyldum greinum. Í öllum stærstu úrræðunum að lokunarstyrkjum frátöldum hafi ferðaþjónustan verið fyrirferðarmest. Í lokunarstyrkjunum hafi mest verið greitt til fyrirtækja í ýmissi persónulegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Alþingi samþykkti einnig í gær frumvarp um tekjufallsstyrki og framlengingu lokunarstyrkja. Þá var greint frá því í síðustu viku að fyrirhugaðir viðspyrnustyrkir séu nú í mótun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23 „Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23
„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33
Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels