Messi byrjaði á bekknum en afgreiddi Betis í síðari hálfleik

Lionel Messi sparkar vitaspyrnunni inn.
Lionel Messi sparkar vitaspyrnunni inn. Eric Alonso/Getty Images

Barcelona vann 5-2 sigur á Real Betis í miklum markaleik er liðin mættust á Nou Camp í dag. Lionel Messi byrjaði á meðal varamanna Barcelona.

Fyrsta markið skoraði Ousmane Dembele á 22. mínútu er hann skoraði með góðu skoti frá vítateigslínunni. Ellefu mínútum síðar klúðraði Antoine Griezmann vítaspyrnu.

Barcelona fékk það í bakið en Antonio Sanabria jafnaði metin í uppbótartíma eftir fyrirgjöf. Staðan 1-1 í hálfleik og því var Messi kallaður til. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn.

Á 49. mínútu skoraði Antoine Griezmann. Jordi Alba gaf þá frábæra sendingu á Messi sem lét boltann fara skemmtilega á Frakkann sem kom boltanum í netið.

Börsungar fengu vítaspyrnu á 61. mínútu er Aissa Mandi varði skot Ousmane Dembele á marklínunni. Mandi var einnig hent í bað. Messi fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Gestirne voru þó ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn í 3-2 á 74. mínútu með laglegri sókn. Messi skoraði svo fjórða markið á 82. mínútu og í uppbótartíma skoraði Pedri fimmta markið. Lokatölur 5-2.

Barcelona er mer ellefu stig í áttunda sætinu, sex stigum á eftir Real Sociedad sem er á toppnum, en þó með leik meira. Betis er í sjöunda sætinu með tólf stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira