Fótbolti

Lækka verðið á Pogba og vonast til þess að Real vilji kaupa hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba gæti verið á leið burt frá Man. United.
Paul Pogba gæti verið á leið burt frá Man. United. Visionhaus

Paul Pogba gæti verið á leiðinni til Real Madrid frá Manchester United næsta sumar eftir að þeir síðarnefndu lækkuðu verðið.

Frakkinn hefur legið undir mikilli gagnrýni á tímabilinu og Paul Ince, fyrrum leikmaður liðsins, sagði m.a. að Pogba hafi einfaldlega verið til vandræða.

Pogba hefur misst sæti sitt í byrjunarliðinu og nú er United tilbúið að selja Pogba fyrir einungis 53 milljónir punda en spænski miðillinn AS greinir frá.

Miðjumaðurinn er samningsbundinn United til ársins 2022 en Pogba hefur áður talað um að draumur hans sé að spila fyrir Real Madrid. Þá sérstaklega undir stjórn Zinedine Zidane.

Manchester United mætir Everton um helgina en gengi liðsins í deildinni það sem af er tímabili hefur verið afleitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×