„Þá yrðum við að senda Val og Breiðablik úr landi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 15:00 Kristín Ýr Bjarnadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fóru um víðan völl í uppgjörsþætti Pepsi Max markanna. stöð 2 sport „Er ekki bara kominn tími á breytingar á kvennadeildinni? Þurfa þessi tvö lið að falla?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport, í sérstökum lokahófsþætti í gærkvöld. FH og KR enduðu í neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar en hvorugt liðið var þó formlega fallið þegar KSÍ tók þá ákvörðun að flauta mótið af fyrir viku síðan. Samkvæmt reglugerð KSÍ frá því í júlí felur sú ákvörðun í sér að liðin tvö falli niður í Lengjudeildina, en Helena ræddi þann möguleika að fjölga liðum úr 10 í 12 í efstu deild. Tindastóll og Keflavík höfðu tryggt sér tvö efstu sætin í Lengjudeildinni og verða í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. „Við viljum fleiri leiki. Við sjáum að Lengjudeildin er að styrkjast. Þróttarar enda núna í 5. sæti eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni í fyrra, FH-ingarnir stóðu sig líka mjög vel. Er þetta ráð fyrir KSÍ? Mér finnst pínu ósanngjarnt að lið eigi fjóra leiki eftir,“ sagði Helena og vísaði til botnliðs KR sem fór þrisvar í sóttkví í sumar og átti eftir fjóra leiki þegar mótið var blásið af. Hrædd um bilið á milli efstu og neðstu liða Kristín Ýr Bjarnadóttir tók undir með Helenu en Margrét Lára Viðarsdóttir benti á að þá gæti bilið á milli bestu og slökustu liðanna orðið of mikið. „Ef að ekki hefði verið sóttkvíarárið mikla þá þætti mér þetta samt alls ekki galin hugmynd. Maður hefur heyrt að mögulega séu að koma tvö ný lið inn í 2. deild, og þá yrði enn auðveldara að gera þetta,“ sagði Kristín og sagði vert að prófa 12 liða úrvalsdeild í eitt ár. Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir hnífjafna baráttu við Val en þessi lið skáru sig úr.vísir/hulda margrét „Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét. „Bilið verður enn meira. En ef við skoðum heildarmyndina af deildinni þá gæti þetta mjög vel gengið. Þróttur kom upp og stóð sig feykilega vel, og FH hefði vel getað haldið sér uppi. En ég er líka hrædd um þetta bil á milli efstu og neðstu liða. Að það verði aftur enn stærra,“ sagði Margrét. KR-ingar áttu aldrei að vera í þessari stöðu Að mati Margrétar geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að hafa fallið: „Ég skil alveg þessa umræðu, um hvað sé ósanngjarnt og sanngjarnt, en mér finnst við bara lifa á þannig tímum að það er ekkert ósanngjarnt eða sanngjarnt í þessu. Þetta er ákvörðun sem var tekin og ég held að það sé alltaf best fyrir þessi neðstu tvö lið að líta á hvað þau hefðu getað gert betur. Það er mun hjálplegra. KR-ingar áttu fyrir mér aldrei að vera í þessari stöðu, þó að þær hafi verið fjórum leikjum eftir á. Miðað við leikmannahóp hefðu þær aldrei þurft að vera í þessari stöðu.“ Klippa: Pepsi Max mörkin: Umræða um fjölgun liða Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Er ekki bara kominn tími á breytingar á kvennadeildinni? Þurfa þessi tvö lið að falla?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport, í sérstökum lokahófsþætti í gærkvöld. FH og KR enduðu í neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar en hvorugt liðið var þó formlega fallið þegar KSÍ tók þá ákvörðun að flauta mótið af fyrir viku síðan. Samkvæmt reglugerð KSÍ frá því í júlí felur sú ákvörðun í sér að liðin tvö falli niður í Lengjudeildina, en Helena ræddi þann möguleika að fjölga liðum úr 10 í 12 í efstu deild. Tindastóll og Keflavík höfðu tryggt sér tvö efstu sætin í Lengjudeildinni og verða í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. „Við viljum fleiri leiki. Við sjáum að Lengjudeildin er að styrkjast. Þróttarar enda núna í 5. sæti eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni í fyrra, FH-ingarnir stóðu sig líka mjög vel. Er þetta ráð fyrir KSÍ? Mér finnst pínu ósanngjarnt að lið eigi fjóra leiki eftir,“ sagði Helena og vísaði til botnliðs KR sem fór þrisvar í sóttkví í sumar og átti eftir fjóra leiki þegar mótið var blásið af. Hrædd um bilið á milli efstu og neðstu liða Kristín Ýr Bjarnadóttir tók undir með Helenu en Margrét Lára Viðarsdóttir benti á að þá gæti bilið á milli bestu og slökustu liðanna orðið of mikið. „Ef að ekki hefði verið sóttkvíarárið mikla þá þætti mér þetta samt alls ekki galin hugmynd. Maður hefur heyrt að mögulega séu að koma tvö ný lið inn í 2. deild, og þá yrði enn auðveldara að gera þetta,“ sagði Kristín og sagði vert að prófa 12 liða úrvalsdeild í eitt ár. Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir hnífjafna baráttu við Val en þessi lið skáru sig úr.vísir/hulda margrét „Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét. „Bilið verður enn meira. En ef við skoðum heildarmyndina af deildinni þá gæti þetta mjög vel gengið. Þróttur kom upp og stóð sig feykilega vel, og FH hefði vel getað haldið sér uppi. En ég er líka hrædd um þetta bil á milli efstu og neðstu liða. Að það verði aftur enn stærra,“ sagði Margrét. KR-ingar áttu aldrei að vera í þessari stöðu Að mati Margrétar geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að hafa fallið: „Ég skil alveg þessa umræðu, um hvað sé ósanngjarnt og sanngjarnt, en mér finnst við bara lifa á þannig tímum að það er ekkert ósanngjarnt eða sanngjarnt í þessu. Þetta er ákvörðun sem var tekin og ég held að það sé alltaf best fyrir þessi neðstu tvö lið að líta á hvað þau hefðu getað gert betur. Það er mun hjálplegra. KR-ingar áttu fyrir mér aldrei að vera í þessari stöðu, þó að þær hafi verið fjórum leikjum eftir á. Miðað við leikmannahóp hefðu þær aldrei þurft að vera í þessari stöðu.“ Klippa: Pepsi Max mörkin: Umræða um fjölgun liða
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02
Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10
Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó