Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tekst Erik Hamrén að koma Íslandi á EM?
Tekst Erik Hamrén að koma Íslandi á EM? vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi, Danmörku og Englandi.

Útsendingu og textalýsingu frá fundinum má nálgast hér fyrir neðan.

Hamrén valdi 24 leikmenn í íslenska hópinn fyrir leikina gegn Ungverjum, Dönum og Englendingum. Hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Íslenski landsliðshópurinn.ksí

Íslenska liðið æfir í Augsburg í Þýskalandi fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn. Strákarnir okkar fara svo til Búdapest á miðvikdaginn.

Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram á hinum glæsilega Puskás Arena í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19:45. Sigurvegarinn tryggir sér sæti á EM á næsta ári.

Íslendingar mæta svo Dönum á Parken 15. nóvember og Englendingum á Wembley þremur dögum síðar í síðustu tveimur leikjum sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Allir þrír landsleikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Hamrén valdi ekki Ísak en segir að hans tími muni koma

Ísland á fastamann hjá einu af sterkari liðunum í sænsku úrvalsdeildinni en hinn sautján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki tilbúinn fyrir íslenska A-landsliðið að mati landsliðsþjálfarans.

Hópurinn sem mætir Ungverjum í úrslitaleiknum

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur valið 24 leikmenn í landsliðshópinn sem mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í Búdapest næstkomandi fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×