Fótbolti

For­seti Rennes sagði að maður leiksins hjá Chelsea í gær hafi verið dómarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dalbert fær að líta rauða spjaldið í gær og samherjar hans skilja ekkert.
Dalbert fær að líta rauða spjaldið í gær og samherjar hans skilja ekkert. Neil Hall/PA Images via Getty Images

Nicolas Holveck, forseti Rennes, var allt annað en sáttur með dómarann í leik Chelsea og Rennes í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Chelsea hafði betur, 3-0.

Chelsea komst í 1-0 snemma leiks en fékk svo afar ódýra vítaspyrnu og rautt spjald á Dalbert eftir að hann var dæmdur handleika boltinn innan vítateigs. Þá fékk hann annað gula spjaldið sitt.

Dómari leiksins, Felix Zwayer, fór út að hliðarlínunni og skoðaði atvikið í VAR-skjánum. Hann komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa horft á atvikið og aftur en forsetinn er allt annað en sáttur.

„Ég er virkilega stoltur af þjálfaranum,“ sagði forsetinn eftir leikinn en Julien Stephan, þjálfari Rennes, var allt annað en sáttur með framgöngu dómarans í leiknum. Hann setti m.a. spurningarmerki hvernig Rennes fékk ekki vítaspyrnu er Kurt Zouma handlék boltann í teig Chelsea.

„Við ættum ekki að skamast okkar fyrir lokaniðurstöðuna en þetta er meira svekkelsi. Maður leiksins var dómarinn. Ég væri til í að þeir myndu útskýra fyrir mér regluna um hend innan teigs.“

„Ef það er víti á Dalbert þegar boltinn hafði áður farið í löppina á honum, hvað þá með Zouma? VAR vaknar þegar boltinn fer í höndina á okkur en ekki þeim. Og í þokkabót gaf hann seinna gula spjaldið á þetta. Dómarinn gerði það að verkum að leikurinn endaði svona.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×