„Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 22:42 Biden á tröppum æskuheimilisins í Scranton í dag. Drew Angerer/Getty Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um embætti Bandaríkjaforseta, eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Trump kom við í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikana í Virginíu áður en hann hélt heim í Hvíta húsið og Biden ræddi við kjósendur í Pennsylvaníu. Biden heimsótti fyrst heimabæ sinn Scranton í Pennsylvaníuríki, einu mikilvægasta ríki þessara kosninga, í dag og ávarpaði þar hóp fólks sem var samankominn fyrir utan æskuheimili hans. Biden hét því í ávarpi sínu til fólksins að hann myndi „koma velsæmi aftur við lýði í Hvíta húsinu“, ynni hann kosningarnar. Þá ritaði Biden nafn sitt á vegg í stofu æskuheimilisins, auk eftirfarandi áletrunar: „Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð.“ Photo of the signature Joe Biden left on the wall of his childhood on Election Day. https://t.co/QyVAvryTtc pic.twitter.com/Lb2TJNy2q6— Sarah Mucha (@sarahmucha) November 3, 2020 Biden ræddi einnig við stuðningsmenn og blaðamenn í Fíladelfíu áður en hann lagði af stað til Wilmington í Delaware, hvert Biden fluttist með fjölskyldu sinni frá Scranton á sjötta áratugnum. Wilmington verður lokaáfangastaður Bidens í kosningabaráttunni en þaðan mun hann ávarpa bandarísku þjóðina á einhverjum tímapunkti í nótt. Trump heimsótti skrifstofu RNC, landsnefndar Repúblikanaflokksins, í Arlington í Virginíu í dag. Þar kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að ræðuhöldum í nótt, hvorki sigur- né tapræðu. „Vonandi gerum við aðeins eitt af þessu tvennu og, þið vitið, að vinna er auðvelt. Að tapa er aldrei auðvelt, ekki fyrir mig,“ sagði forsetinn. Þaðan hélt Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem haldin verður kosningavaka í svokölluðu Austurherbergi (e. East room). Samkvæmt heimildum NBC-fréttastofunnar hefur um 3-400 gestum verið boðið í samkvæmið. Þeim verði öllum gert að fara í sýnatöku fyrir kórónuveirunni til að fá inngöngu. Fylgjast má með helstu vendingum og úrslitum bandarísku forsetakosninganna í alla nótt í vaktinni hér á Vísi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um embætti Bandaríkjaforseta, eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Trump kom við í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikana í Virginíu áður en hann hélt heim í Hvíta húsið og Biden ræddi við kjósendur í Pennsylvaníu. Biden heimsótti fyrst heimabæ sinn Scranton í Pennsylvaníuríki, einu mikilvægasta ríki þessara kosninga, í dag og ávarpaði þar hóp fólks sem var samankominn fyrir utan æskuheimili hans. Biden hét því í ávarpi sínu til fólksins að hann myndi „koma velsæmi aftur við lýði í Hvíta húsinu“, ynni hann kosningarnar. Þá ritaði Biden nafn sitt á vegg í stofu æskuheimilisins, auk eftirfarandi áletrunar: „Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð.“ Photo of the signature Joe Biden left on the wall of his childhood on Election Day. https://t.co/QyVAvryTtc pic.twitter.com/Lb2TJNy2q6— Sarah Mucha (@sarahmucha) November 3, 2020 Biden ræddi einnig við stuðningsmenn og blaðamenn í Fíladelfíu áður en hann lagði af stað til Wilmington í Delaware, hvert Biden fluttist með fjölskyldu sinni frá Scranton á sjötta áratugnum. Wilmington verður lokaáfangastaður Bidens í kosningabaráttunni en þaðan mun hann ávarpa bandarísku þjóðina á einhverjum tímapunkti í nótt. Trump heimsótti skrifstofu RNC, landsnefndar Repúblikanaflokksins, í Arlington í Virginíu í dag. Þar kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að ræðuhöldum í nótt, hvorki sigur- né tapræðu. „Vonandi gerum við aðeins eitt af þessu tvennu og, þið vitið, að vinna er auðvelt. Að tapa er aldrei auðvelt, ekki fyrir mig,“ sagði forsetinn. Þaðan hélt Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem haldin verður kosningavaka í svokölluðu Austurherbergi (e. East room). Samkvæmt heimildum NBC-fréttastofunnar hefur um 3-400 gestum verið boðið í samkvæmið. Þeim verði öllum gert að fara í sýnatöku fyrir kórónuveirunni til að fá inngöngu. Fylgjast má með helstu vendingum og úrslitum bandarísku forsetakosninganna í alla nótt í vaktinni hér á Vísi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46
Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“