9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 12:31 Hér munaði litlu í leik Íslands og Ungverjalands á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille þegar þjóðirnar mættust þar á EM sumarið 2016. EPA/TIBOR ILLYES Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti