Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 13:00 Kári Árnason meiddist í leiknum við Rúmeníu og óttast var í fyrstu að hann hefði fótbrotnað. Svo var þó ekki og hann er klár í slaginn gegn Ungverjum. vísir/vilhelm Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. „Ég verð klár gegn Ungverjum,“ segir Kári en hann fór meiddur af velli undir lokin í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði. Ljóst er að mikilvægt er fyrir íslenska liðið að hann verði með í Búdapest eftir tíu daga, þó að hann hefði kosið hefðbundnari undirbúning en í boði er á Íslandi í dag. „Ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara eitthvað með liðbönd í ökkla. Ég teipaði þetta og er orðinn fínn, og náði að æfa á fullu í viku með Víkingi þar til að öllu var hætt. Við erum að vinna í öðrum leiðum núna til að geta æft smáfótbolta,“ segir Kári. Þriðja stórmótið og hálfur annar milljarður í húfi Kári og félagar í Víkingi R. eru áfram ríkjandi bikarmeistarar í fótbolta eftir að KSÍ ákvað að flauta alla keppni af á föstudaginn, vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Kári, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson eru því í þeirri stöðu sem stendur að geta ekki æft með eðlilegum hætti, fyrir einn mikilvægasta leik sem Ísland hefur spilað. Sæti á þriðja stórmótinu í röð, og einn og hálfur milljarður króna, er í húfi. Kári Árnason hefur reynst íslenska landsliðinu mikilvægur í báðum vítateigum í gegnum tíðina. Hér er hann í skallabaráttu í sigrinum gegn Rúmenum.vísir/Hulda Margrét „Ég held að fyrir geðheilsu þjóðarinnar þá geti það nú hjálpað að einhverju leyti að við komumst á EM. Að fólk geti séð fram á það að fylgjast með Íslandi á mótinu, hvort sem það yrði í sjónvarpinu eða með því að drífa sig af stað erlendis að gera eitthvað skemmtilegt. Þess vegna er kannski þokkalega mikilvægt að leyfa okkur að gera alla vega eitthvað. Fyrir utan svo peningana sem koma inn í landið í erlendum gjaldeyri, sem ættu nú að hjálpa bæði knattspyrnuliðum og fleirum,“ segir Kári. Hugsanlegt er að Kári, Birkir og Hannes geti æft saman, með hérlendum leikmönnum úr U21-landsliðinu sem mætir Ítalíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM, einnig 12. nóvember. Kári segir Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara vera að skoða hvaða möguleikar séu í boði en Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. „Þetta er náttúrulega algjör steypa og fordæmalausar aðstæður, en Freyr er að vinna í þessu og þangað til er maður bara að gera eitthvað sjálfur. Þetta er leiðinlegt,“ segir Kári. Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Þýskalandi í byrjun næstu viku og mun æfa í Augsburg, þar sem Alfreð Finnbogason leikur, í aðdraganda leiksins við Ungverja sem er þarnæsta fimmtudag. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31 Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. „Ég verð klár gegn Ungverjum,“ segir Kári en hann fór meiddur af velli undir lokin í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði. Ljóst er að mikilvægt er fyrir íslenska liðið að hann verði með í Búdapest eftir tíu daga, þó að hann hefði kosið hefðbundnari undirbúning en í boði er á Íslandi í dag. „Ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara eitthvað með liðbönd í ökkla. Ég teipaði þetta og er orðinn fínn, og náði að æfa á fullu í viku með Víkingi þar til að öllu var hætt. Við erum að vinna í öðrum leiðum núna til að geta æft smáfótbolta,“ segir Kári. Þriðja stórmótið og hálfur annar milljarður í húfi Kári og félagar í Víkingi R. eru áfram ríkjandi bikarmeistarar í fótbolta eftir að KSÍ ákvað að flauta alla keppni af á föstudaginn, vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Kári, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson eru því í þeirri stöðu sem stendur að geta ekki æft með eðlilegum hætti, fyrir einn mikilvægasta leik sem Ísland hefur spilað. Sæti á þriðja stórmótinu í röð, og einn og hálfur milljarður króna, er í húfi. Kári Árnason hefur reynst íslenska landsliðinu mikilvægur í báðum vítateigum í gegnum tíðina. Hér er hann í skallabaráttu í sigrinum gegn Rúmenum.vísir/Hulda Margrét „Ég held að fyrir geðheilsu þjóðarinnar þá geti það nú hjálpað að einhverju leyti að við komumst á EM. Að fólk geti séð fram á það að fylgjast með Íslandi á mótinu, hvort sem það yrði í sjónvarpinu eða með því að drífa sig af stað erlendis að gera eitthvað skemmtilegt. Þess vegna er kannski þokkalega mikilvægt að leyfa okkur að gera alla vega eitthvað. Fyrir utan svo peningana sem koma inn í landið í erlendum gjaldeyri, sem ættu nú að hjálpa bæði knattspyrnuliðum og fleirum,“ segir Kári. Hugsanlegt er að Kári, Birkir og Hannes geti æft saman, með hérlendum leikmönnum úr U21-landsliðinu sem mætir Ítalíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM, einnig 12. nóvember. Kári segir Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara vera að skoða hvaða möguleikar séu í boði en Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. „Þetta er náttúrulega algjör steypa og fordæmalausar aðstæður, en Freyr er að vinna í þessu og þangað til er maður bara að gera eitthvað sjálfur. Þetta er leiðinlegt,“ segir Kári. Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Þýskalandi í byrjun næstu viku og mun æfa í Augsburg, þar sem Alfreð Finnbogason leikur, í aðdraganda leiksins við Ungverja sem er þarnæsta fimmtudag.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31 Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31
Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31
Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34
Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17