Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 15:19 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum í Hörpu um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segist vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi verða birtar í dag. Fréttastofa ræddi við menntamálaráðherra um útfærslu á skólahaldi. Sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan: „Allir skólar munu gera sitt allra besta til að tryggja sem mest kennsumagn út frá þeim sóttvarnareglum sem er verið að kynna. Ég er mjög vongóð um að það muni takast mjög vel til,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurð hvort hún geti útilokað að börn mæti einungis nokkra daga vikunnar í skólann líkt og var í vor segir hún aðgerðirnar miða að því að skólahald geti farið fram með eins eðlilegum hætti og kostur er. „Nú er verið að skipuleggja þetta með þeim hætti að skólahald geti verið eins mikið og kostur er á.“ Hólfaskipting Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 4. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Grímuskylda verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Lilja segir að með 50 manna hólfaskiptingu þurfi ekki að skipta bekkjum upp sem verði vonandi til þess að börn geti mætt í skólann alla daga vikunnar. Þá komi hólfaskipting einnig í veg fyrir að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví. Nánar verður fjallað um útfærslu á skólahaldi í kvöldfréttum Stöðvar2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Menntamálaráðherra segist vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi verða birtar í dag. Fréttastofa ræddi við menntamálaráðherra um útfærslu á skólahaldi. Sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan: „Allir skólar munu gera sitt allra besta til að tryggja sem mest kennsumagn út frá þeim sóttvarnareglum sem er verið að kynna. Ég er mjög vongóð um að það muni takast mjög vel til,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurð hvort hún geti útilokað að börn mæti einungis nokkra daga vikunnar í skólann líkt og var í vor segir hún aðgerðirnar miða að því að skólahald geti farið fram með eins eðlilegum hætti og kostur er. „Nú er verið að skipuleggja þetta með þeim hætti að skólahald geti verið eins mikið og kostur er á.“ Hólfaskipting Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 4. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Grímuskylda verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Lilja segir að með 50 manna hólfaskiptingu þurfi ekki að skipta bekkjum upp sem verði vonandi til þess að börn geti mætt í skólann alla daga vikunnar. Þá komi hólfaskipting einnig í veg fyrir að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví. Nánar verður fjallað um útfærslu á skólahaldi í kvöldfréttum Stöðvar2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51