Enski boltinn

Segir að Rashford eigi að byrja á bekknum gegn Arsenal

Ísak Hallmundarson skrifar
Rashford skoraði þrennu sem varamaður í vikunni.
Rashford skoraði þrennu sem varamaður í vikunni. getty/Matthew Peters

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að Ole Gunnar Solskjær eigi að byrja með Marcus Rashford á bekknum hjá Man Utd í leiknum gegn Arsenal á morgun. 

Rashford kom inn af bekknum gegn Leipzig í Meistaradeildinni í vikunni og skoraði þrennu á 16 mínútum. Merson telur að Rashford sé bestur undir lok leikja þegar varnarmenn andstæðingsins eru orðnir þreyttir.

„Þegar hann byrjar inná skorar hann í raun ekki það mikið af mörkum og á oft í erfiðleikum með það. En hann kom inn af bekknum í vikunni og skoraði þrjú mörk á 16 mínútum! Ef þú horfir á hvenær hann hefur skorað á þessu tímabili, sérðu ákveðið þema,“ sagði Merson.

„Hann skoraði á 88. mínútu á móti Luton eftir að hafa komið inná sem varamaður. Þá skoraði hann í seinni hálfleik á móti Brighton, á síðustu mínútu á móti Newcastle og þegar þrjár mínútur voru eftir á móti PSG.

Mörkin hans eru að koma á móti þreyttum varnarmönnum. Kannski ætti United að vinna með það.“

„Leikurinn á móti Arsenal verður jafn. Ef það er 0-0 eftir 60 mínútur og Rashford kemur inná gæti það orðið hans dagur. Ekki misskilja mig, Rashford er of góður til að vera varamaður allan ferilinn. Hann er enskur landsliðsmaður. En ég held að hann þurfi hvíld og ef hann spilar nokkra leiki af bekknum gæti það verið gott fyrir hann til lengri tíma litið,“ sagði Paul Merson að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.