Fótbolti

Aron Einar skoraði er Al Arabi tryggði sér sæti í úr­slitum | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar fagnar marki sínu í dag.
Aron Einar fagnar marki sínu í dag. Al Arabi

Landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, skoraði fyrra mark Al-Arabi er liðið lagði Al Markhiya af velli með tveimur mörkum gegn engu í Emir-bikarkeppninni í Katar. Liðið er nú komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Al Duhail eða Al Sadd.

Sigur dagsins var einkar öruggur og kom landsliðsfyrirliðinn Al Arabi yfir með góðu marki í fyrri hálfleik. Sjá má mark Arons Einars hér að neðan. Abdulaziz Al-Ansari sjkoraði síðara mark Al Arabi í leiknum en leiknum lauk með öruggum 2-0 sigri þeirra.

Fari svo að Al Arabi landi sigri í úrslitum þá væri það ekki aðeins fyrsti stóri titill félagsins í 23 ár heldur myndi það einnig vinna sér inn sæti í Meistaradeild Asíu.

Heimir Hallgrímsson er sem fyrr þjálfari Al Arabi og þá er Freyr Alexandersson einnig kominn til Katar og var á varamannabekknum í dag. Nú er spurning hvort þeir félagar geti kokkað upp sigur í úrslitum og þar með komist í guðtölu hjá stuðningsmönnum félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.