Erlent

Minnst fjögur látin í skjálftanum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Björgunarfólk ber slasaðan mann seem fannst í rústum í Izmir.
Björgunarfólk ber slasaðan mann seem fannst í rústum í Izmir. AP/Ismail Gokmen

Að minnsta kosti fjögur eru látin og 120 slösuð í Tyrklandi eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í dag. Breska ríkisútvarpið segir skjálftan hafa verið sjö stig en upptök hans voru skammt frá borginni Izmir á vesturströnd landsins. Íbuar á grísku eyjunum fundu einnig vel fyrir skjálftanum.

Fjöldi bygginga gjöreyðilagðist í Izmir og hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum af hrynjandi blokkum.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að engar tilkynningar hafi borist borgaraþjónustu ráðuneytisins frá Íslendingum vegna skjálftans. 

Tunc Soyer borgarstjóri sagði nærri tuttugu byggingar hafa hrunið. Björgunarfólk vinnur nú hörðum höndum að því að leita að fólki í rústunum.Sömuleiðis hafa einhverjar byggingar eyðilagst á grísku eynni Samos.

Varað hefur verið við mögulegri flóðbylgju og nú þegar hefur flætt yfir einhverjar götur næst ströndinni í Tyrklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×