Fótbolti

Töpuðu toppslagnum á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson er vonandi að verða heill.
Rúnar Már Sigurjónsson er vonandi að verða heill. Getty/Matthew Peters

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru svo gott sem búnir að missa af meistaratitlinum í Kasakstan eftir naumt tap á heimavelli í dag.

Topplið Kairat sótti þrjú stig á heimavelli Astana, vann leikinn 1-0 og náði fyrir vikið fjórtán stiga forystu á toppi deildarinnar.

Astana átti möguleika á því að minnka forskoti í átta stig með sigri auk þess að eiga einn leik inni.

Rúnar Már Sigurjónsson byrjaði á varamannabekknum og spilaði síðustu fjórtán mínútur leiksins.

Abat Aimbetov skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik en hann hefur nú skorað tíu mörk í sextán deildarleikjum á leiktíðinni.

Rúnar Már hefur verið að glíma við meiðsli en er vonandi að koma til baka aftur. Hann hefur spilað ellefu deildarleiki og skoraði í þeim sex mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.