Svali mættur aftur til Tenerife: „Sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 11:30 Svali er mættur til Tenerife. Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Svali hefur verið farastjóri á eyjunni og gekk það vel fram að heimsfaraldri. Svali reif alla fjölskylduna út á sínum tíma en þau urðu að flytja aftur heim í vor vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Ég er alsæll í sólinni. Ekki ský á lofti og 24 gráður hér að morgni,“ segir Svali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Tenerife datt út sem ferðamannastaður er þessi sóttkví sem allir þurfa að fara í. Nú voru bæði Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar að gefa út að ef fólk fer til Kanaríeyja þá þarf það ekki í sóttkví þegar það kemur heim af því að eyjarnar eru með svo lágt smithlutfall. Hér er það um 22 á hverja hundrað og þar af leiðandi ekki hættusvæði,“ segir Svali en ferðamenn sem mæta til Tenerife þurfa að fara í skimun eftir 5. nóvember. „Núna vilja þeir að Bretar sýni fram á það að þeir séu ósmitaðir þegar þeir koma en það á ekki við um Íslendinga,“ segir Svali og bætir við að það hafi ekki verið svo mikið mál að koma sér yfir til Tenerife frá Íslandi. „Þú getur flogið yfir til Bretlands frá Íslandi með nokkrum flugfélögum. Ég fór til að mynda með Easy Jet yfir til Manchester og beið þar í fjóra tíma og þaðan áfram suður eftir,“ segir Svali en fyrir flugtak varð hann að fylla út rafrænt eyðublað til að sýna fram að á að hann sé heilsuhraustur og gefa upp allar upplýsingar svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann segir að á Tenerife sé ekkert útgöngubann. „Allar Kanaríeyjarnar eru undanskildar útgöngubanni sem er á Spáni núna og það er ákveðin yfirlýst stefna að þeir ætli að reyna halda því þannig á Kanaríeyjunum eins og hægt er. Það er erfitt að segja hvað verður. Það er allt opið hér en sumir eru með lokað því það er ekki það mikill fjöldi hérna. En þú getur farið í bæinn og farið á veitingastaði og svona. Vorum einmitt að tala um það í gær að maður hefur sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Svali hefur verið farastjóri á eyjunni og gekk það vel fram að heimsfaraldri. Svali reif alla fjölskylduna út á sínum tíma en þau urðu að flytja aftur heim í vor vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Ég er alsæll í sólinni. Ekki ský á lofti og 24 gráður hér að morgni,“ segir Svali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Tenerife datt út sem ferðamannastaður er þessi sóttkví sem allir þurfa að fara í. Nú voru bæði Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar að gefa út að ef fólk fer til Kanaríeyja þá þarf það ekki í sóttkví þegar það kemur heim af því að eyjarnar eru með svo lágt smithlutfall. Hér er það um 22 á hverja hundrað og þar af leiðandi ekki hættusvæði,“ segir Svali en ferðamenn sem mæta til Tenerife þurfa að fara í skimun eftir 5. nóvember. „Núna vilja þeir að Bretar sýni fram á það að þeir séu ósmitaðir þegar þeir koma en það á ekki við um Íslendinga,“ segir Svali og bætir við að það hafi ekki verið svo mikið mál að koma sér yfir til Tenerife frá Íslandi. „Þú getur flogið yfir til Bretlands frá Íslandi með nokkrum flugfélögum. Ég fór til að mynda með Easy Jet yfir til Manchester og beið þar í fjóra tíma og þaðan áfram suður eftir,“ segir Svali en fyrir flugtak varð hann að fylla út rafrænt eyðublað til að sýna fram að á að hann sé heilsuhraustur og gefa upp allar upplýsingar svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann segir að á Tenerife sé ekkert útgöngubann. „Allar Kanaríeyjarnar eru undanskildar útgöngubanni sem er á Spáni núna og það er ákveðin yfirlýst stefna að þeir ætli að reyna halda því þannig á Kanaríeyjunum eins og hægt er. Það er erfitt að segja hvað verður. Það er allt opið hér en sumir eru með lokað því það er ekki það mikill fjöldi hérna. En þú getur farið í bæinn og farið á veitingastaði og svona. Vorum einmitt að tala um það í gær að maður hefur sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira