Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 23:01 Solskjær stýrði liði sínu af mikilli röggsemi í kvöld. Nick Potts/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Marcus Rashford kom inn af varamannabekknum hjá Man United og skoraði þrennu á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. Solskjær hrósaði eðlilega framherjanum unga sem og liði sínum að leik loknum. „Rashford kom inn á og gerði vel en liðið var búið að vinna grunn vinnuna. Þetta er það sem þú vilt frá varamönnunum þínum, að þeir komi inn á og láti til sín taka. Við þurftum að taka á honum stóra okkar í dag þar sem Leipzig pressa hátt og spila af miklum ákafa,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. „Við þurfum að hvíla nokkra leikmenn þar sem tímabilið er langt og strangt. Við nýttum því breiddina á hópnum þar sem við eigum mikilvægan leik í deildinni um næstu helgi.“ „Mason er svo skilvirkur fyrir framan markið. Hann er frábær í að klára færi og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann tímasetur hlaupin sín frábærlega og sendingin frá Paul Pogba var ekki slæm heldur,“ sagði Solskjær um mark Mason Greenwood í kvöld. Greenwood kom Man United yfir með frábæru skoti á 21. mínútu leiksins. Hans fyrsta skot í Meistaradeild Evrópu og fyrsta markið. Ekki að spyrja að því. „Donny er frábær leikmaður og frábær strákur. Þú sérð vinnuna sem hann leggur á sig, bæði með og án boltans. Hann er mjög duglegur og mjög klókur. Ég er mjög ángður með frammistöðu hans í kvöld,“ sagði Ole að lokum um frammistöði Donny van de Beek sem byrjaði leik kvöldsins. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Marcus Rashford kom inn af varamannabekknum hjá Man United og skoraði þrennu á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. Solskjær hrósaði eðlilega framherjanum unga sem og liði sínum að leik loknum. „Rashford kom inn á og gerði vel en liðið var búið að vinna grunn vinnuna. Þetta er það sem þú vilt frá varamönnunum þínum, að þeir komi inn á og láti til sín taka. Við þurftum að taka á honum stóra okkar í dag þar sem Leipzig pressa hátt og spila af miklum ákafa,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. „Við þurfum að hvíla nokkra leikmenn þar sem tímabilið er langt og strangt. Við nýttum því breiddina á hópnum þar sem við eigum mikilvægan leik í deildinni um næstu helgi.“ „Mason er svo skilvirkur fyrir framan markið. Hann er frábær í að klára færi og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann tímasetur hlaupin sín frábærlega og sendingin frá Paul Pogba var ekki slæm heldur,“ sagði Solskjær um mark Mason Greenwood í kvöld. Greenwood kom Man United yfir með frábæru skoti á 21. mínútu leiksins. Hans fyrsta skot í Meistaradeild Evrópu og fyrsta markið. Ekki að spyrja að því. „Donny er frábær leikmaður og frábær strákur. Þú sérð vinnuna sem hann leggur á sig, bæði með og án boltans. Hann er mjög duglegur og mjög klókur. Ég er mjög ángður með frammistöðu hans í kvöld,“ sagði Ole að lokum um frammistöði Donny van de Beek sem byrjaði leik kvöldsins.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira