Fótbolti

Sol­skjær hrósaði Ras­h­­ford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stór­sigri kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Solskjær stýrði liði sínu af mikilli röggsemi í kvöld.
Solskjær stýrði liði sínu af mikilli röggsemi í kvöld. Nick Potts/Getty Images

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Marcus Rashford kom inn af varamannabekknum hjá Man United og skoraði þrennu á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. Solskjær hrósaði eðlilega framherjanum unga sem og liði sínum að leik loknum.

„Rashford kom inn á og gerði vel en liðið var búið að vinna grunn vinnuna. Þetta er það sem þú vilt frá varamönnunum þínum, að þeir komi inn á og láti til sín taka. Við þurftum að taka á honum stóra okkar í dag þar sem Leipzig pressa hátt og spila af miklum ákafa,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum.

„Við þurfum að hvíla nokkra leikmenn þar sem tímabilið er langt og strangt. Við nýttum því breiddina á hópnum þar sem við eigum mikilvægan leik í deildinni um næstu helgi.“

„Mason er svo skilvirkur fyrir framan markið. Hann er frábær í að klára færi og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann tímasetur hlaupin sín frábærlega og sendingin frá Paul Pogba var ekki slæm heldur,“ sagði Solskjær um mark Mason Greenwood í kvöld.

Greenwood kom Man United yfir með frábæru skoti á 21. mínútu leiksins. Hans fyrsta skot í Meistaradeild Evrópu og fyrsta markið. Ekki að spyrja að því.

„Donny er frábær leikmaður og frábær strákur. Þú sérð vinnuna sem hann leggur á sig, bæði með og án boltans. Hann er mjög duglegur og mjög klókur. Ég er mjög ángður með frammistöðu hans í kvöld,“ sagði Ole að lokum um frammistöði Donny van de Beek sem byrjaði leik kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×