Fótbolti

Ungir leik­menn Dort­mund stigu upp | Sevilla hélt enn og aftur hreinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Dortmund fagna öðru marka sinna í kvöld.
Leikmenn Dortmund fagna öðru marka sinna í kvöld. Bernd Thissen/Getty Images

Öllum leikjum Meistaradeildar Evrópu er nú lokið. Dortmund vann nauman sigur á Zenit frá Rússlandi á heimavelli þrátt fyrir að þeir hafi unnið leikinn 2-0. Þá vann Sevilla 1-0 sigur á Rennes en spænska félagið fær einfaldlega ekki á sig mörk.

Sevilla lagði Rennes með einu marki gegn engu í kvöld. Luuk de Jong skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu og tryggði heimamönnum sigur. Liðið því með fjögur stig líkt og Chelsea á toppi E-riðils en þau gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð.

Borussia Dortmund átti í stökustu vandræðum með Zenit St. Pétursborg frá Rússlandi í kvöld. Jadon Sancho braut ekki ísinn fyrr en á 78. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Í uppbótartíma bætti norska mannbarnið Erling Braut Håland við öðru marki og tryggði 2-0 sigur Dortmund.

Í hinum leik riðilsins gerðu Club Brugge og Lazio 1-1 jafntefli í Belgíu.

Dortmund tapaði fyrir Lazio í fyrstu umferð F-riðils og er því í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Lazio og Club Brugge eru hins vegar í efstu sætunum með fjögur stig hvort.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.