Fótbolti

Ronaldo mjög pirraður að vera enn frá

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ronaldo pirraður í leik gegn Svíþjóð þann 8. október.
Ronaldo pirraður í leik gegn Svíþjóð þann 8. október. EPA-EFE/MARIO CRUZ

Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Juventus í leik þeirra gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem hann er enn með kórónuveiruna. Samkvæmt Ronaldo sjálfum er hann samt við hestaheilsu.

Komnar eru tvær vikur síðan hinn 35 ára gamli Ronaldo greindist með kórónuveiruna og er hann orðinn vel þreyttur á stöðunni. Hefur hann birt fjölda mynda af sér á Instagram-síðu sinni til að sýna í hversu góðu líkamlegu ásigkomulagi hann er.

Þá birti hann mynd á Instagram þar sem hann gagnrýndi niðurstöður úr þeim skimunum sem hann hefur farið í. Myndin fékk aðeins að lifa á veraldarvefnum í eina og hálfa klukkustund áður en Portúgalinn eyddi myndinni. 

Alls hefur Ronaldo farið í 18 skimanir síðan hann greindist þann 13. október síðastliðinn er hann var í landsliðsverkefni með Portúgal Alltaf hefur niðurstaðan verið jákvæð, að hann sé með kórónuveiruna.

Ronaldo, sem er einkennalaus, er því ekki með Juventus í stórleik kvöldsins. Er þetta fjórði leikurinn sem hann missir af vegna veikindanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.