Landsliðið í sveitaballatónlist þau Birgitta, Hreimur og Gunni Óla voru gestir Ingó í síðasta þætti af Í kvöld er gigg.
Mikil stemmning var í salnum og mátti sjá að Ingó sjálfur var greinilega á „heimaslóðum“ í tónlistinni. Gestirnir fóru yfir uppáhalds þjóðhátíðarlögin sín ásamt því að syngja lög hvors annars eins og vaninn hefur verið í þáttunum.
Hér fyrir neðan má sjá Hreim spreyta sig á Írafárslaginu vinsæla Fingur.