Lífið

Sjáðu Birgittu Haukdal syngja hugljúfa útgáfu af Skítamóralslaginu Ennþá

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Birgitta, Hreimur og Gunnar Óla voru gestir Ingó í nýjasta þættinum af Í kvöld er gigg á Stöð 2.
Birgitta, Hreimur og Gunnar Óla voru gestir Ingó í nýjasta þættinum af Í kvöld er gigg á Stöð 2. Skjáskot

Þrjár af skærustu poppstjörnum Íslands voru gestir Ingó Veðurguðs í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Hreimur úr Landi og sonum, Birgitta Haukdal úr Írafár og Gunnar Óla úr Skítamóral heiðruðu Ingó með nærveru sinni. Ingó hafði það á orði í byrjun þáttar að hann hefði ekkert undirbúið sig fyrir þáttinn. 

Þetta er fyrsti þátturinn sem ég þurfti ekkert að undirbúa mig. Þetta er mín tónlist

Ingó rifjaði það upp þegar hann var lítill strákur að dansa fremst við sviðið í heimbæ sínum Selfoss, þar sem Skítamórall spilaði ósjaldan á fjölskylduhátíðum og böllum.

Stemmningin í þættinum var eins og gott baksviðspartý eftir Þjóðhátíð þar sem Ingó og gestir hans skiptust á að syngja þjóðhátíðarlög og hina svokölluðu „aldamótasmelli“.

Hér fyrir neðan má sjá Birgittu Haukdal syngja hugljúfa útgáfu af Skítamóralslaginu Ennþá.

Klippa: Ennþá - Birgitta Haukdal

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast fyrstu sex þætti af Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 Maraþon. 


Tengdar fréttir

Ótrúlegur hæfileiki Matta Matt: Talar og syngur aftur á bak

„Þetta er í alvörunni! Hann getur talað aftur á bak“ sagði Ingó Veðurguð um söngvarann Matta Matt síðasta föstudagskvöld.Í kjölfarið þuldi Ingó upp setningar sem Matti flutti svo aftur á bak án þess að taka sér tíma í að hugsa.

Ingó lyftir Jóni Viðari upp í faraldrinum

Jón Viðar Jónsson sem oft hefur verið kallaður gagnrýnandi Íslands fór fögrum orðum um þáttinn Í kvöld er gigg á Facebook síðu sinni um helgina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×