Fótbolti

Segir að Íslendinga vanti Svíahrokann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir í baráttu við Stinu Blackstenius í leik Íslands og Svíþjóðar í Gautaborg í gær.
Glódís Perla Viggósdóttir í baráttu við Stinu Blackstenius í leik Íslands og Svíþjóðar í Gautaborg í gær. epa/Bjorn Larsson Rosvall

Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fóru yfir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Svíar unnu leikinn, 2-0, og tryggðu sér það með sæti á EM.

Margrét Lára vill sjá íslenska liðið vera óhræddara við að spila boltanum og reyna erfiða hluti, eins og Svíar.

„Sjáið hvað þetta er yfirvegað hjá þeim. Þetta er það sem mig langar að sjá okkur þróast í þessa átt sóknarlega. Mig langar að við litla Ísland, því við erum það góðar í fótbolta, þorum að spila svona fótbolta. Við kunnum alveg að gera hælsendingar, spila boltanum í fyrsta og horfa þangað og senda þangað,“ sagði Margrét Lára.

„Við kunnum þetta alveg. En mér finnst við stundum mega þora að gera það í þessum stóru leikjum. Við höfum engu að tapa. Við þurfum á einhverjum tímapunkti að gera mistökin til að við verðum betri. Ef þetta gengur ekki upp hjá okkur eftir nokkrar mínútur förum við í gamla „kick and run“ og vona það besta. En við erum betri í fótbolta en það.“

Bára var ekki á því að leikurinn í gær hefði kannski ekki verið sá rétti til að reyna þá hluti sem Margrét Lára talaði um. En hún vill sjá íslenska liðið hugrakkara með boltann og sagði að kannski héldi skortur á hroka, eins og þær sænsku búa yfir, aftur af okkur.

„Við þurfum að vera með smá af þessum sænska hroka,“ sagði Bára.

Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Vantar Svíahrokann

Tengdar fréttir

„Vorum of ragar að taka í gikkinn“

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.