Með ósanngjarnt forskot í baráttunni við Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2020 13:01 Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland í undankeppninni, og svo hugsanlega umspil í apríl. vísir/vilhelm Nú er ljóst að úrslit í öðrum riðlum undankeppni EM kvenna í fótbolta ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á lokamótið í Englandi. Eftir tap Íslands gegn Svíþjóð í gær hafa Svíar tryggt sér efsta sæti F-riðils og farseðilinn til Englands. Það hafa Norðmenn, Danir, Hollendingar og Þjóðverjar einnig gert, sem og auðvitað ensku gestgjafarnir. Sænska landsliðið var klárt með EM-borðann eftir sigurinn á Íslandi í gær.Instagram/@asllani9 Sex þjóðir eru því komnar á EM en tíu sæti eru enn laus. Ísland berst nú um að ná einu þeirra. Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Slóvakar geta enn náð 2. sæti af Íslandi en þurfa þá væntanlega að vinna Ísland og Svíþjóð í lokaleikjum sínum. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM, en sex lið fara í umspil. Misjafnt er hve mikið hefur verið spilað í riðlunum en stöðuna í baráttunni um þrjú örugg sæti á EM má sjá hér að neðan: Liðin í 2. sæti í undanriðlunum níu. Þrjú lið með bestan árangur komast beint á EM en hin sex fara í umspil. Ísland er í 5. sæti sem stendur en hefur það fram yfir mörg hinna liðanna að hafa lokið báðum leikjum sínum við besta lið riðilsins.Wikipedia Hafa ber í huga að Ísland hefur lokið báðum leikjunum við besta lið síns riðils, Svíþjóð, og það að hafa náð í eitt stig úr þeim leikjum gæti reynst gulls ígildi í baráttunni við aðra riðla. Liðin í einum riðli vita lokastöðuna í öðrum riðlum Undankeppninni lýkur nánast allri 1. desember en þá er ekki víst að örlög Íslands verði ráðin. Liðin í E-riðli ljúka nefnilega ekki sinni keppni fyrr en í febrúar. Þau urðu sammála um að fresta leikjum sem áttu að vera í september, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á leikform leikmanna, og UEFA gaf leyfi fyrir frestuninni. Í E-riðli eru Finnar nú efstir en Portúgalar og Skotar einnig í harðri baráttu um efstu tvö sætin. Það hjálpar Íslandi að þrjú góð lið geti þarna tekið stig hvert af öðru, en það gæti sem sagt verið að það skýrist ekki fyrr en í febrúar hvaða þrjú lið fara beint á EM með bestan árangur í 2. sæti. Finnland, Portúgal og Skotland munu því vita fyrir lokaleiki sína hvaða árangur dugar liði í 2. sæti til að komast beint á EM. Finnar gætu til að mynda vitað hversu mörg mörk þeir þyrftu að skora gegn botnliði Kýpverja í lokaumferðinni. Umspilið í apríl Verði Ísland í hópi þeirra sex þjóða sem enda í 2. sæti síns riðils en þurfa að fara í umspil, mun liðið leika í því umspili 5.-13. apríl næstkomandi. Leikin verða þrjú einvígi, með leikjum heima og að heiman, og kemst sigurvegari hvers einvígis á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12 Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Nú er ljóst að úrslit í öðrum riðlum undankeppni EM kvenna í fótbolta ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á lokamótið í Englandi. Eftir tap Íslands gegn Svíþjóð í gær hafa Svíar tryggt sér efsta sæti F-riðils og farseðilinn til Englands. Það hafa Norðmenn, Danir, Hollendingar og Þjóðverjar einnig gert, sem og auðvitað ensku gestgjafarnir. Sænska landsliðið var klárt með EM-borðann eftir sigurinn á Íslandi í gær.Instagram/@asllani9 Sex þjóðir eru því komnar á EM en tíu sæti eru enn laus. Ísland berst nú um að ná einu þeirra. Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Slóvakar geta enn náð 2. sæti af Íslandi en þurfa þá væntanlega að vinna Ísland og Svíþjóð í lokaleikjum sínum. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM, en sex lið fara í umspil. Misjafnt er hve mikið hefur verið spilað í riðlunum en stöðuna í baráttunni um þrjú örugg sæti á EM má sjá hér að neðan: Liðin í 2. sæti í undanriðlunum níu. Þrjú lið með bestan árangur komast beint á EM en hin sex fara í umspil. Ísland er í 5. sæti sem stendur en hefur það fram yfir mörg hinna liðanna að hafa lokið báðum leikjum sínum við besta lið riðilsins.Wikipedia Hafa ber í huga að Ísland hefur lokið báðum leikjunum við besta lið síns riðils, Svíþjóð, og það að hafa náð í eitt stig úr þeim leikjum gæti reynst gulls ígildi í baráttunni við aðra riðla. Liðin í einum riðli vita lokastöðuna í öðrum riðlum Undankeppninni lýkur nánast allri 1. desember en þá er ekki víst að örlög Íslands verði ráðin. Liðin í E-riðli ljúka nefnilega ekki sinni keppni fyrr en í febrúar. Þau urðu sammála um að fresta leikjum sem áttu að vera í september, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á leikform leikmanna, og UEFA gaf leyfi fyrir frestuninni. Í E-riðli eru Finnar nú efstir en Portúgalar og Skotar einnig í harðri baráttu um efstu tvö sætin. Það hjálpar Íslandi að þrjú góð lið geti þarna tekið stig hvert af öðru, en það gæti sem sagt verið að það skýrist ekki fyrr en í febrúar hvaða þrjú lið fara beint á EM með bestan árangur í 2. sæti. Finnland, Portúgal og Skotland munu því vita fyrir lokaleiki sína hvaða árangur dugar liði í 2. sæti til að komast beint á EM. Finnar gætu til að mynda vitað hversu mörg mörk þeir þyrftu að skora gegn botnliði Kýpverja í lokaumferðinni. Umspilið í apríl Verði Ísland í hópi þeirra sex þjóða sem enda í 2. sæti síns riðils en þurfa að fara í umspil, mun liðið leika í því umspili 5.-13. apríl næstkomandi. Leikin verða þrjú einvígi, með leikjum heima og að heiman, og kemst sigurvegari hvers einvígis á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12 Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
„Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12
Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49
„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37