Fótbolti

Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk í fyrri viðureign liðanna á Laugardalsvelli.
Sara Björk í fyrri viðureign liðanna á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021.

„Þetta var erfiður leikur. Svíarnir voru sterkari. Þær unnu öll návígi og vorum undan á alla bolta. Við vorum eftir á. Ég er mjög svekkt,“ sagði Sara Björk í samtali við Rúv.

Jafnræði var með liðunum framan af en Sara fannst íslenska liðið ekkert sérstakt í kvöld.

„Mér fannst við ekki góðar. Mér fannst við ekki ná takti. Verðskuldaður sigur. Við þurfum bara vinna næstu tvo leiki og koma okkur á EM. Það er enn von.“

Fyrsta mark leiksins kom nokkurn veginn upp úr þurru og segir Sara að það hefði slegið íslenska liðið út af laginu. Liðið hafi ekki risið upp eins á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna.

„Það var svekkjandi. Mér fannst við detta niður eftir það. Í fyrri leiknum risum við upp en mér fannst þetta detta niður í dag. Þetta var opið áður en markið kom. Eftir seinna markið þá komumst við ekki í takt við leikinn.“

Íslenska liðið á þó góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og á stórmóti í Englandi sumarið 2022. Til þess þarf liðið bara að vinna tvo síðustu leikina.

„Það er bara að setja þennan leik til hliðar. Það er ekki langt í næstu leiki. Við þurfum að eiga betri leik og klára þessi tvo leiki. Við ætlum að koma okkur á EM og vinna þessa tvo leiki.“


Tengdar fréttir

„Vorum of ragar að taka í gikkinn“

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi.

Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík

„Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×