Sjáðu tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool og mörk úr fleiri leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:00 Diogo Jota fagnar marki sínu á móti Midtjylland í gær. EPA-EFE/Michael Regan Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Sjá meira
Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Sjá meira