„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 19:42 Jón Þór á hliðarlínunni í fyrri viðureign liðanna. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“ Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32