„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 19:23 „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi. Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi.
Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59
Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40
Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57
21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13
Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55