Slegist um ketti í Kattholti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. október 2020 21:01 Þetta er einn af þeim fáu köttum sem eftir eru í Kattholti en hann unir sér vel þrátt fyrir lítið sé um félagsskap. Vísir/Sigurjón Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fleiri fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Sjá meira
Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fleiri fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Sjá meira