Innlent

Bein útsending: Katrín og Guterres fjalla um faraldurinn

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, kynnti herferðina í gær.
Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, kynnti herferðina í gær. fréttablaðið/AP

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eru meðal þeirra sem taka þátt opnum fundi um kórónuveirufaraldurinn.

Fundurinn hefst kl. 17 og hægt er að horfa á hann í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:

Fundurinn er hluti af dagskrá norrænu þingvikunnar stendur nú yfir. Dagskráin hefði að óbreyttu farið fram í Hörpu og voru hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir frá Norðurlöndum væntanlegir til landsins. Sökum faraldursins hefur dagskráin hins vegar verið færð á netið.

Á opna fundinum verður fjallað um áhrif faraldursins í norrænu og alþjóðlegu ljósi og hvernig megi tryggja öflugara norrænt samstarf næst þegar á reynir. 

Þátttakendur í umræðunum eru: António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráð og Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti þess, ásamt norrænu forsætisráðherrunum og oddvitum landsstjórnanna, þeim Mette Frederiksen, Sönnu Marin, Stefan Löfven, Ernu Solberg, Katrínu Jakobsdóttur, Kim Kielsen, Bárði á Steig Nielsen og Veronicu Thörnroos.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×