Fótbolti

Guðlaugur Victor og félagar köstuðu frá sér sigrinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðlaugur Victor

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, Darmstadt, fékk St. Pauli í heimsókn í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Honum var skipt inná á 72.mínútu þegar Darmstadt leiddi með einu marki gegn engu. Skömmu síðar tvöfaldaði Serdar Dursun forystu heimamanna með öðru marki sínu.

Gestirnir gáfust þó ekki upp og náðu að koma til baka og jafna leikinn með góðum lokakafla. Lokatölur 2-2.

Darmstadt með fimm stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.