Pique sendir stjórn Barcelona pillu nokkrum dögum eftir nýjan samning Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. október 2020 12:31 Gerard Pique, Lionel Messi. vísir/Getty Eldfimt ástand ríkir innan herbúða spænska stórveldisins Barcelona og einn reynslumesti leikmaður félagsins, Gerard Pique, gagnrýnir stjórn félagsins harkalega fyrir samskipti sín við aðalstjörnu félagsins, Lionel Messi í sumar. Messi hefur látið í sér heyra og gagnrýnt stjórnarhætti í félaginu. Hann fékk algjörlega nóg í sumar og óskaði eftir því að fá að yfirgefa félagið. Þessi 33 ára gamli Argentínumaður, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar, fékk þá ósk sína ekki uppfyllta og er enn leikmaður Barcelona í dag. Pique, einnig 33 ára, gerði á dögunum nýjan þriggja ára samning við félagið en hann segir engu að síður skömm að því hvernig komið hafi verið fram við Messi í sumar. „Ég spyr mig að því hvernig stendur á því að besti leikmaður til að spila leikinn og við höfum verið svo heppnir að njóta krafta hans, að hann vakni upp einn daginn og þurfi að senda fax af því að honum líður eins og það sé ekki hlustað á hann,“ segir Pique. „Þetta er fáranlegt. Hvað er í gangi? Messi á allt skilið. Nýi völlurinn ætti að vera skírður eftir honum. Hann er táknmynd félagsins og við eigum að virða hann eftir því. Þetta fer virkilega í taugarnar á mér,“ segir Pique. Þeir félagar verða í eldlínunni á Nývangi í dag þegar Barcelona fær Real Madrid í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni. Leikurinn í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13:45. Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Eldfimt ástand ríkir innan herbúða spænska stórveldisins Barcelona og einn reynslumesti leikmaður félagsins, Gerard Pique, gagnrýnir stjórn félagsins harkalega fyrir samskipti sín við aðalstjörnu félagsins, Lionel Messi í sumar. Messi hefur látið í sér heyra og gagnrýnt stjórnarhætti í félaginu. Hann fékk algjörlega nóg í sumar og óskaði eftir því að fá að yfirgefa félagið. Þessi 33 ára gamli Argentínumaður, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar, fékk þá ósk sína ekki uppfyllta og er enn leikmaður Barcelona í dag. Pique, einnig 33 ára, gerði á dögunum nýjan þriggja ára samning við félagið en hann segir engu að síður skömm að því hvernig komið hafi verið fram við Messi í sumar. „Ég spyr mig að því hvernig stendur á því að besti leikmaður til að spila leikinn og við höfum verið svo heppnir að njóta krafta hans, að hann vakni upp einn daginn og þurfi að senda fax af því að honum líður eins og það sé ekki hlustað á hann,“ segir Pique. „Þetta er fáranlegt. Hvað er í gangi? Messi á allt skilið. Nýi völlurinn ætti að vera skírður eftir honum. Hann er táknmynd félagsins og við eigum að virða hann eftir því. Þetta fer virkilega í taugarnar á mér,“ segir Pique. Þeir félagar verða í eldlínunni á Nývangi í dag þegar Barcelona fær Real Madrid í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni. Leikurinn í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13:45.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira