Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2020 12:00 Thomas Partey á ferðinni í leiknum í Vín í gær. getty/Johann Schwarz Martin Keown og Owen Hargreaves hrósuðu Thomas Partey í hástert fyrir frammistöðu hans í 1-2 sigri Arsenal á Rapid Vín í Evrópudeildinni í gær. Partey var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í gær eftir komuna frá Atlético Madrid og átti mjög góðan leik. „Hann lætur allt líta svo auðveldlega út. Hann gefur sendingar eins og leikstjórnandi þrátt fyrir að spila aftarlega á miðjunni. Þetta var ein besta frumraun sem ég hef séð,“ sagði Hargreaves sem var sérfræðingur á BT Sport í umfjöllun þeirra um leikinn. Keown tók í sama streng og líkti Partey fyrrverandi samherja sinn, Patrick Viera, sem var prímusmótorinn í Arsenal-liðinu á árunum 1996-2005. „Þarna minnir hann mig á Viera, þegar hann keyrir áfram með boltann og lætur hlutina gerast,“ sagði Keown. Arsenal lenti undir í leiknum en kom til baka og vann þökk sé mörkum frá David Luiz og Pierre-Emerick Aubameyang. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Arsenal keypti hinn 27 ára Partey frá Atlético á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir 45 milljónir punda. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal á laugardaginn þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur Arsenal er gegn Leicester City á Emirates á sunnudagskvöldið. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Martin Keown og Owen Hargreaves hrósuðu Thomas Partey í hástert fyrir frammistöðu hans í 1-2 sigri Arsenal á Rapid Vín í Evrópudeildinni í gær. Partey var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í gær eftir komuna frá Atlético Madrid og átti mjög góðan leik. „Hann lætur allt líta svo auðveldlega út. Hann gefur sendingar eins og leikstjórnandi þrátt fyrir að spila aftarlega á miðjunni. Þetta var ein besta frumraun sem ég hef séð,“ sagði Hargreaves sem var sérfræðingur á BT Sport í umfjöllun þeirra um leikinn. Keown tók í sama streng og líkti Partey fyrrverandi samherja sinn, Patrick Viera, sem var prímusmótorinn í Arsenal-liðinu á árunum 1996-2005. „Þarna minnir hann mig á Viera, þegar hann keyrir áfram með boltann og lætur hlutina gerast,“ sagði Keown. Arsenal lenti undir í leiknum en kom til baka og vann þökk sé mörkum frá David Luiz og Pierre-Emerick Aubameyang. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Arsenal keypti hinn 27 ára Partey frá Atlético á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir 45 milljónir punda. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal á laugardaginn þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur Arsenal er gegn Leicester City á Emirates á sunnudagskvöldið.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira