Enski boltinn

Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Partey á ferðinni í leiknum í Vín í gær.
Thomas Partey á ferðinni í leiknum í Vín í gær. getty/Johann Schwarz

Martin Keown og Owen Hargreaves hrósuðu Thomas Partey í hástert fyrir frammistöðu hans í 1-2 sigri Arsenal á Rapid Vín í Evrópudeildinni í gær. 

Partey var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í gær eftir komuna frá Atlético Madrid og átti mjög góðan leik.

„Hann lætur allt líta svo auðveldlega út. Hann gefur sendingar eins og leikstjórnandi þrátt fyrir að spila aftarlega á miðjunni. Þetta var ein besta frumraun sem ég hef séð,“ sagði Hargreaves sem var sérfræðingur á BT Sport í umfjöllun þeirra um leikinn.

Keown tók í sama streng og líkti Partey fyrrverandi samherja sinn, Patrick Viera, sem var prímusmótorinn í Arsenal-liðinu á árunum 1996-2005.

„Þarna minnir hann mig á Viera, þegar hann keyrir áfram með boltann og lætur hlutina gerast,“ sagði Keown.

Arsenal lenti undir í leiknum en kom til baka og vann þökk sé mörkum frá David Luiz og Pierre-Emerick Aubameyang. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Arsenal keypti hinn 27 ára Partey frá Atlético á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir 45 milljónir punda. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal á laugardaginn þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Næsti leikur Arsenal er gegn Leicester City á Emirates á sunnudagskvöldið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.