Líkti Ansu Fati við svartan götusölumann á flótta undan lögreglunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2020 14:11 Ansu Fati fagnar marki sínu fyrir Barcelona gegn Ferencváros á þriðjudaginn. getty/Alex Caparros Spænski blaðamaðurinn Salvatore Sostres hefur beðist afsökunar á að hafa líkt Ansu Fati, leikmanni Barcelona, við svartan götusölumann. Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-1 sigri Barcelona á Ferencváros í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Í umfjöllun sinni um leikinn í dagblaðinu ABC reyndi Sostres að lýsa því hversu fljótur Fati er. „Þegar hann er á fullri ferð minnir hann á gasellu eða er eins og mjög ungur, svartur götusölumaður á flótta undan lögreglunni,“ skrifaði Sostres. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa lýsingu, m.a. af Antoine Griezmann, samherja Fatis hjá Barcelona. „Ansu er frábær strákur sem á skilið virðingu eins og allar manneskjur. Segjum nei við rasisma og dónaskap,“ skrifaði Griezmann á Twitter. Í dag birtist afsökunarbeiðni frá Sostres á heimasíðu ABC. Það er þó erfitt að lesa mikla iðrun úr orðum hans. „Þegar ég reyndi að lýsa fegurðinni í hreyfingum Fati og hæfileikum hans sem leikmanns voru sum ummæli túlkuð sem kynþáttafordómar. Það var ekki ætlun mín eða skoðun því ég hef mikið álit á honum eins og hefur sést í mínum skrifum um hann. Ég harma þennan misskilning og bið alla þá sem móðguðust afsökunar,“ sagði Sostres. Hinn sautján ára Fati hefur byrjað tímabilið af gríðarlega miklum krafti, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann var m.a. valinn leikmaður september-mánaðar í spænsku úrvalsdeildinni. Spænski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira
Spænski blaðamaðurinn Salvatore Sostres hefur beðist afsökunar á að hafa líkt Ansu Fati, leikmanni Barcelona, við svartan götusölumann. Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-1 sigri Barcelona á Ferencváros í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Í umfjöllun sinni um leikinn í dagblaðinu ABC reyndi Sostres að lýsa því hversu fljótur Fati er. „Þegar hann er á fullri ferð minnir hann á gasellu eða er eins og mjög ungur, svartur götusölumaður á flótta undan lögreglunni,“ skrifaði Sostres. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa lýsingu, m.a. af Antoine Griezmann, samherja Fatis hjá Barcelona. „Ansu er frábær strákur sem á skilið virðingu eins og allar manneskjur. Segjum nei við rasisma og dónaskap,“ skrifaði Griezmann á Twitter. Í dag birtist afsökunarbeiðni frá Sostres á heimasíðu ABC. Það er þó erfitt að lesa mikla iðrun úr orðum hans. „Þegar ég reyndi að lýsa fegurðinni í hreyfingum Fati og hæfileikum hans sem leikmanns voru sum ummæli túlkuð sem kynþáttafordómar. Það var ekki ætlun mín eða skoðun því ég hef mikið álit á honum eins og hefur sést í mínum skrifum um hann. Ég harma þennan misskilning og bið alla þá sem móðguðust afsökunar,“ sagði Sostres. Hinn sautján ára Fati hefur byrjað tímabilið af gríðarlega miklum krafti, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann var m.a. valinn leikmaður september-mánaðar í spænsku úrvalsdeildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira