Fótbolti

Zidane axlar ábyrgð á sögulega slæmum fyrri hálfleik

Sindri Sverrisson skrifar
Zinedine Zidane klórar sér í kollinum á leiknum gegn Shaktar í gær.
Zinedine Zidane klórar sér í kollinum á leiknum gegn Shaktar í gær. Getty/David S. Bustamante

Real Madrid átti sinn versta fyrri hálfleik í fimmtán ár í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk í gær, 3-2.

Real var á heimavelli og Shaktar án tíu leikmanna vegna kórónuveirusmita og meiðsla, en engu að síður komst Shaktar í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Real minnkaði muninn í þeim seinni en varð að sætta sig við tap í síðasta leiknum fyrir El Clásico í spænsku deildinni um helgina.

Þjálfari Spánarmeistaranna, Zinedine Zidane, sagði tapið vera á sína ábyrgð:

„Þetta var slæmt. Fyrri hálfleikurinn… Ekki kannski hjá leikmönnum – það eru þeir sem eru úti á velli og sjá um að hlaupa. En ég sá ekki þá liðsframmistöðu sem ég vildi sjá og þegar það gerist þá er það þjálfaranum að kenna.

Við náðum þó að minnsta kosti að svara aðeins fyrir okkur í seinni hálfleik því þeir [leikmenn Real] áttu þetta ekki skilið. Þeir eru meistarar og þetta angrar mig. Ég er ábyrgur og þarf að finna lausnir því þetta má ekki gerast. Ég mun vinna í því núna. Það eru þeir sem eru úti á vellinum og þeir þurfa lausnir,“ sagði Zidane.

Madridingar þurfa eins og fyrr segir að vera fljótir að hrista af sér tapið því leikurinn við Barcelona er á laugardag.

„Við sjáum til hvað gerist. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis í þessum leik og byrja að undirbúa okkur fyrir þann næsta. Við vitum að það er stutt í hann en við sjáum til hvað gerist á laugardaginn.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.