Fótbolti

Sjáðu sigur­mark Liver­pool, auka­spyrnu Gündogans og marka­súpuna í Bæjara­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tolisso fagnar þrumufleyg sínum.
Tolisso fagnar þrumufleyg sínum. Sebastian Widmann - UEFA/UEFA

Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi.

Liverpool vann 1-0 sigur á Ajax í Hollandi en sigurmarkið var sjálfsmark Nicolas Tagliafico á 35. mínútu.

Man. City lenti undir á heimavelli en mörk frá Sergio Aguero, Ilkay Gündogan og Fernan Torres tryggðu City þrjú stig.

Ríkjandi meistarar í Bayern buðu til veislu í Þýskalandi er þeir unnu 4-0 sigur á gestunum í Atletico Madrid.

Kingsley Coman gerði tvö mörk og þeir Leon Göretzka og Corentin Tolisso sitt hvort markið en mark Tolisso var einkar fallegt.

Mörkin úr leikjum City, Liverpool og Bayern má sjá hér að neðan.

Klippa: Ajax - Liverpool 0-1
Klippa: Bayern - Atletico 1-0
Klippa: Bayern - Atletico 2-0
Klippa: Bayern - Atletico 3-0
Klippa: Bayern - Atletico 3-0
Klippa: Man. City - Porto 3-1

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.