Fótbolti

Meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu mega æfa en engar snertingar leyfðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Létt yfir Kára Árnasyni, leikmanni Víkings, á landsliðsæfingu fyrr í þessum mánuði.
Létt yfir Kára Árnasyni, leikmanni Víkings, á landsliðsæfingu fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands fékk það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum og ÍSÍ í dag að meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu geti æft með ströngum skilyrðum. Hér er þá átt við leikmenn fædda árið 2004 og fyrr.

Leikmenn mega ekki snerta hvern annan á æfingum og það mega ekki vera yfir tuttugu í sama hólfi. Þá verður að virða tveggja metra nándarmörk.

Það þarf líka að passa vel upp á að sótthreinsa allan búnað eins og bolta og annað. Það þarf að gera fyrir og eftir æfingar.

Leikmenn mega senda boltann á milli sín en aðeins ef boltinn er ekki snertur á milli með höndum ólíkra aðila.

Einstaklingar sem ekki eru beinir þátttakendur í æfingunni (aðrir en leikmenn og þjálfarar) skulu nota andlitsgrímur.

Öðrum hefðbundnum sóttvörnum skal fylgt það er ekki hrækja eða snýta, ekki deila vatnsbrúsum og svo framvegis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.