Telur að einstaklingsbundnum sóttvörnum hafi ekki verið gefinn séns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 14:34 Auglýsing Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í ræðu Sigríðar A. Andersen hefur vakið nokkra athygli. mynd/Facebook „Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira