Telur að einstaklingsbundnum sóttvörnum hafi ekki verið gefinn séns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 14:34 Auglýsing Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í ræðu Sigríðar A. Andersen hefur vakið nokkra athygli. mynd/Facebook „Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira