Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 08:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins. Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira